Útgáfutónleikar

Útgáfutónleikar

Útgáfutónleikar í FHB fimmtudagskvöldið 30. júní með þeim Birni Thoroddsen gítarsnilling og vestfirsku söngkonunni Önnu Þuríði. Dúettinn er nýkominn frá Nashwille þar sem verið er að leggja lokahönd á plötu sem  er framleidd er af Robben Ford. Robben er einn af stóru strákunum í Ameríku og  á glæsilegan feril að baki, allt frá Bítlunum til Bob Dylan. Meðal þeirra sem koma við sögu á pötunni er Tommy Emmanuel, einn allrabesti gítarleikari sögunnar. Björn og Anna munu leika lög af diskinum í bland við gamla slagara. Tónleikarnir hefjast kl 21:00 og húsið opnar kl 20:00. Forsala miða verður í Einarshúsi. Miðaverð kr 3.900kr.

Þetta eru tónleikar sem enginn má missa af


Efnisflokkar