Um húsið

Aðstaða og skipulag

Húsið býður uppá viðburði af margvíslegum toga. Einn stór 200 manna aðalsalur er í miðrými hússins og er þar stórt og mikið svið sem hentar vel til tónleikahalds og leiksýninga. Fullkomið hljóðkerfi er í húsinu, 24 rása mixer og 6 shure söngmicrafónar auk fjögurra sviðsmica sem henta tam vel á leiksýningum. Ljósakerfi hússins er mjög flott og einfalt í notkun. Á efri hæð hússins er 40-50 manna salur sem hentar vel til smærri viðburða, eins og td skírnar, afmælisveislna og fundahalda. Skjávarpar eru bæði í aðalsal sem og minni sal. Tveir barir eru í húsinu, einn í hliðarsal upp af aðalsal og hinn í anddyri við aðalsal. Anddyri hússins er mjög stórt og er vel til þess fallið að bjóða uppá fordrykk tam og fyrir standandi veislur. Anddyri hússins tekur auðveldlega 100-150 manns í móttöku.