Vortónleikar Kvennakórsins!

Vortónleikar Kvennakórsins!

Kvennakór Ísafjarðar fagnar vorinu með vortónleikum sínum í Félagsheimilinu í Bolungarvík 24. apríl kl 20:00.

Dagskráin er mjög fjölbreytt. Kórinn er á leiðinni á alþjóðlega kórakeppni til Pesaro á Ítalíu 27. apríl - 1. maí. Þar munum við keppa í þremur flokkum; kirkju-, akademískum- og poppflokki.
Á tónleikunum munum við flytja keppnislögin okkar og meðal annars verkið Gautede eftir ungverska tónskáldið Peter Tòth, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Stjórnandi kórsins er Beata Joó og meðleikari er Pétur Ernir Svavarsson.

Miðaverð: 2500 kr. Selt við innganginn. Posi á staðnum ;)


Efnisflokkar