Þuríðardagurinn 2019

Þuríðardagurinn 2019

Þuríðardagurinn 2019 markar upphaf sjómannadagshelgar í Bolungarvík

ÞURÍÐARDAGURINN er haldinn fimmtudaginn fyrir sjómannadag að þessu sinni þann 30. maí 2019 (uppstigningardag). Markmiðið með Þuríðardegi er að gera landnámskonu Bolungarvíkur Þuríði sundafylli sýnilegri og tengsl hennar við sjávarfang og sjávarútveg, minnast kvenna í Bolungarvík allt fram á þennan dag, sjómannskvenna, fiskverkunarkvenna, alþýðukvenna, hvunndagshetja og kvenfrumkvöðla, landnema og innflytjenda og safna saman frásögnum af konum sem hafa sett sinn svip á bolvískt samfélag o.fl. En síðast og ekki síst að Bolvíkingar og gestir eigi saman góða kvöldstund á Þuríðardegi, degi formóður allra Bolvíkinga. Bolvíkingar og gestir, gleðjumst, fræðumst og njótum saman.

1. Katrín Pálsdóttir, bæjarfulltrúi: Ávarp
2. Tónlistarskóli Bolungarvíkur: Tónlistaratriði
3. Auður Ragnarsdóttir, kennari og rithöfundur: Bolvíska blótið
4. Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor: „ Á hverju liggja ekki vorar
göfugu kerlingar“ Um skráningu á sögu kvenna
5. Tuuli Rahni, píanóleikari: Frönsk tónlist á disk
6. Guðmundur Baldur Sigurgeirsson: Bolvísk kona fyrri tíma,
móðir mín, Margrét Guðfinnsdóttir
7. Elísabet Finnbogadóttir, heilsugurú: Heilsuráð til Þuríða landins
8. Soffía Vagnsdóttir, athafnakona. Framtíðarpælingar
9. Guðrún Stella Gissurardóttir: Lokaorð
10.Soffía og Guðrún Stella: Frumflutningur á nýuppteknu Þuríðarlagi við ljóð Guðrúnar Sigurbjörnsdóttur

Staður: Félagsheimili Bolungarvíkur
Dagur: 30. maí. Tími: 20:00 – 22:00

Boðið verður upp á súpu úr ríki hafsins

Þuríðardagurinn er styrktur af eftirtöldum aðilum:
Bolungarvíkurkaupstað, Kampa ehf
Fiskverkuninni Jakobs Valgeir ehf, Kjörbúðin Bolungarvík, Arna ehf, Arnarlax


Efnisflokkar