Lokahóf knattspyrnudeildar Vestra!

Lokahóf knattspyrnudeildar Vestra!

Þá líður að lokum knattspyrnusumarsins 2019 og við ætlum að gera okkur glaðan dag saman!

Það er að sjálfsögðu öllum velkomið að mæta og kostar 5.900 í mat og á ball.

Maggi Hauks bíður upp á bestu sjávarréttasúpu landsins í forrétt og hann matreiðir síðan dýrindis lambalæri og fleira góðgæti í aðalrétt, Húsið á sléttunni spilar fyrir dansi út í nóttina og Ívar Péturs stýrir þessu öllu saman og fer með gamanmál, getur það klikkað ?

ATH! Drykkir á lokahófstilboði allt borðhaldið!

Aldrei að vita að það sé eitthvað fleira sem gerist.

Hægt er að panta miða hjá Samma í 866-5300 eða samuel@fmvest.is eða Haffa í 825-7081 eða hrh@eimskip.is - Við tökum fram að það er takmarkað af sætum í boði og því betra að vera fyrr en seinna í því.

ATH! Opið ball eftir borðhald. Inngöngumiði á aðeins ballið kostar 1.990kr

Áfram Vestri!


Efnisflokkar