Kvöld með Ladda

Kvöld með Ladda

Laugardagskvöldið 15. október kl 21:00.

Þórhallur Sigurðsson eða Laddi hefur í gegnum tíðina verið okkar ástsælasti skemmtikraftur. Hann hefur gefið okkur fjöldan allan af persónum sem við höfum fengið að njóta og elska, hann hefur samið og flutt mörg af þekktustu lögum íslenskrar tónlistarsögu og komið fram í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Nú er tækifærið að hitta Ladda í návígi, skyggnast á bak við grímuna og heyra hann segja frá ferlinum. Hann mun koma fram ásamt undirleikaranum Hirti Howser, fara yfir persónurnar og lögin, segja frá tilurð þeirra og segja sögurnar sem fæstir hafa heyrt frá honum sjálfum.

Sýningin byrjar kl 21:00. Húsið opnar kl 20:00 þar sem barinn verður opinn. Einarshús verður opin frá kl 18:00-20:00 fyrir matargesti og tilvalið að starta í Einarshúsi og skella sér svo uppí Félagsheimili á sýningu sem enginn má missa af. 

 

Miðaverð kr 3900 við hurð.

Kr 2900 í forsölu í Einarshúsi frá 12:00 á hádegi til kl 20:00 á laugardeginum þann 15. okt.


Efnisflokkar