Jólahlaðborð 2014

Jólahlaðborð 2014

Jólahlaðborðin í Félagsheimilinu Bolungarvík verða laugardagana 29. nóvember og 6. desember og mun Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir (Hafþórs Gunnars Leós) sjá um veislustjórn. Guðbjörg er þekkt fyrir mikinn húmor og ómeðvitaða orðheppni. Gunnar Hjörtur Hagbarðsson töfrar fram ljúfa tóna yfir borðhaldi. Svo mun Helgi Hjálmtýsson „prestfrú“ í Bolungarvík og stúlknakórinn Englarnir færa ykkur hinn rétta jólaanda. Benni Sig mun síðan ásamt stórhljómsveit spila fram á rauða nótt.  Hafið samband í síma 690-2303. Gleði og glæsileiki.


Efnisflokkar