Fyrirlestur: Vellíðan í lífi og starfi, tekist á við streitu og kulnun

Fyrirlestur: Vellíðan í lífi og starfi, tekist á við streitu og kulnun

Fyrirlestur: Vellíðan í lífi og starfi, tekist á við streitu og kulnun. Hugræn atferlismeðferð (HAM) er áhrifarík og gagnreynd nálgun þar sem við lærum að takast á við erfiðar tilfinningar á borð við streitu, kvíða, reiði og depurð með lausnamiðuðum aðferðum sem allir geta lært að nota í daglegu lífi. Á þessum fræðslufyrirlestri fá þátttakendur fræðslu um orsakir, einkenni og afleiðingar streitu og kulnunar auk þess sem þátttakendur læra að greina eigin streituviðbrögð og kortleggja þær leiðir sem þeim geta reynst árangursríkar í baráttu við streitu. Notast verður við helstu aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar og er hann sjálfstætt framhald af fyrri fyrirlestri, Bætt líðan með aðferðum HAM. Fyrirlesturinn verður í Félagsheimilinu í Bolungarvík, fimmtudaginn 27. febrúar kl. 20:00. Fyrirlesari: Helena Jónsdóttir, sálfræðingur.

Helena Jónsdóttir er klínískur sálfræðingur sem sérhæfir sig í meðferð kvíða, streitu, og þunglyndis með aðferðum HAM. Helena starfaði um árabil sem sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni og á eigin stofu og hefur hún síðasta árið sinnt klínískri vinnu á eigin stofu á Ísafirði ásamt því að halda vinsæl námskeið og fyrirlestra víðsvegar á Vestfjörðum.


Efnisflokkar