Fundur um endurskoðun aðalskipulags!

Fundur um endurskoðun aðalskipulags!

Fundur um endurskoðun aðalskipulags

Bolungarvíkurkaupstaður efnir til fundar um endurskoðun aðalskipulags Bolungarvíkur 2020-2032.

Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu fimmtudaginn 13. júní frá kl. 18-20.

Bæjarbúar eru kvattir til að koma til fundarins og kynna sér vinnu við aðalskipulagið til að hafa áhrif á mótun þess og koma skoðunum og viðhorfum sínum á framfæri.

Fundarstjóri er Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri.

Fulltrúar frá Verkís verkfræðistofu þau Gunnar Páll Eydal og Ruth Guðmundsdóttir verða á fundinum og kynna vinnu við skipulagslýsingu.

Kaffiveitingar verða í boði á fundinum og allir eru velkomnir. 


Efnisflokkar