Björn Thoroddsen í Félagsheimili Bolungarvíkur

Björn Thoroddsen í Félagsheimili Bolungarvíkur

Heimsklassa gítarleikarinn Björn Thoroddsen ásamt vestfirskum tónlistarmönnum flytja mörg af bestu lögum bítlanna. Kósíkvöld með heimsklassa tónlist sem enginn má missa af. Með Birni á sviðinu verða, Anna Þuríður Sigurðardóttir, Benni Sig, Ylfa Mist , Stefán Freyr Baldursson gítarleikari , Dagný Hermannsdóttir og síðast en ekki síst snillingnum honum Villa Valla. Þetta eru einleikstónleikar Björns Thoroddsen með gestasöngvurum , gítarleikara og honum Villa Valla, sem er jafnvígur á nánast öll hljóðfæri.

Miðaverð kr 2500
Húsið opnar kl 20:00, ískaldur á krana.


Efnisflokkar