Allt í lagi!

Allt í lagi!


ALLT Í LAGI... við skulum útskýra hvað í veröldinni er hér á ferðinni!

Það er ekki margt sem vitað er með vissu í þessu lífi en eitt af því er þó klárlega sú staðreynd að ÍSLENDINGAR ELSKA TÓNLISTAR- & SPURNINGAKEPPNIR :-) Og það hafa margir góðir gert víðreist um landið í gegnum áratugina með gleðina að vopni og att saman hreppum og sveitarfélögum og nægir að nefna nöfn eins og Ómar Ragnars & Hemmi Gunn til að kveikja í spurningakeppnisfíklum þessa lands :-) 

Og þar sem þetta er svona sjúklega nauðsynlegt heilsu landans og hrikalega skemmtilegt að þá er hér með blásið til SPURNINGA & TÓNLISTARGLEÐI með spurningum og þrautum tengdum LÍFINU & LÖGUNUM sem öll fjölskyldan kann! 

OG VIÐ BYRJUM Í BOLUNGAVÍK SUNNUDAGINN 15. APRÍL NK. KL. 17:00! 
Þar mætast Ísafjarðarbær og sameinað lið Bolungarvíkur og Súðavíkur. 
Húsið opnar kl 16:00 & það ætla allir að mæta svo betra er að koma tímanlega! 

ALLT Í LAGI... þetta fer svona fram:
Tvö þriggja manna lið etja kappi úr sitthvorum hreppnum. 
Liðin fá að spreyta sig á þrautum, keppast um að stela stigum, fá botn í allskyns hluti, vera voða hissa, syngja hátt og lágt og saman og sundur, fá salinn „memm“, taka góð hlátursköst og upplifa sigur og/eða ósigur...semsagt ALLT Í LAGI og mjög uppbyggjandi fyrir mannsandann!

Umsjónarmenn:
Hera Björk - Stýra & "Spyrja" & allskonar annað skrítið!
Halldór Smára - Stjórnandi & "Spælari" upp á 5*færeyskan máta!
Benni Sig - Stjóri, framleiðandi og hugmyndasmiður...& allt hitt sem hin kunna ekki og yrði aldrei leyft að snerta!

Meginþemað er eitt og AÐEINS EITT: 
FJÖLSKYLDAN SAMAN Á SUNNUDEGI & EKKERT RUGL:-) 

Miðaverð: 
2.500 kr. (16 ára og eldri) 
1.500 kr. (15 ára og yngri) 

Fyrir ítarlegri upplýsingar bjallið í Benna í síma 690-2303!

HLÖKKUM TIL AÐ SPYRJA OG SPRELLA MEÐ YKKUR... og já, þetta verður ALLT Í LAGI ;-D
 


Efnisflokkar