Á tæpasta vaði

Á tæpasta vaði

Sonus í samstarfi við Thule og Coca cola kynnir:

Félagarnir Ari Eldjárn og Björn Bragi snúa nú bökum saman og fara rúnt um landið á haustmánuðum en þeir hafa um árabil verið tveir af allra fyndnustu og eftirsóttustu uppistöndurum Íslands.

Ari og Björn eru báðir meðlimir í uppistandshópnum Mið-Ísland en sýningar þeirra félaga í Þjóðleikhúsinu eru vinsælustu uppistandssýningar Íslands frá upphafi og hleypur sýningafjöldinn á hundruðum og gestafjöldinn á tugum þúsunda. 

„Á tæpasta vaði“ er tveggja klukkustunda uppistandssýning þar sem þeir félagarnir skiptast á að flytja lengra uppistand en venjulega, um allt milli himins og jarðar. Það er óhætt að segja að hér sé á ferðinni skemmtun sem engin má láta framhjá sér fara og því er um að gera að tryggja sér miða ef þig langar að hlæja þig máttlausa/n eina kvöldstund. 

Forsala miða hefst fimmtudaginn 10. nóvember og verður í Samkaup í Bolungarvík.

Miðaverð eru 3.900 kr en fyrstu 100 miðarnir verða seldir á sérstöku tilboðsverði; aðeins 2.900 kr.

Ekkert aldurstakmark er á sýninguna, en sum efnistök eru ekki við hæfi ungra barna.


Efnisflokkar